Íhugum stöðuna.

Ölvuð kona kemur upp að lögreglubíl og lætur ófriðlega.  Hún hrækir framan í lögreglumann sem situr undir stýri lögreglubílsins.  Er hægt að sýna meiri vanvirðingu?  Ég vildi persónulega frekar vera sleginn utanundir en að láta hrækja framan í mig.  Átti lögreglumaðurinn að fara út úr bílnum og segja við konuna: "Þú hefur hrækt framan í mig, viltu gjöra svo vel að snúa þér við með hendur fyrir aftan bak því ég ætla að handjárna þig og færa þig á lögreglustöðina".  Það er alþekkt að ákveðin, snögg og fumlaus aðferð við handtöku kemur oft í veg fyrir að hinn handtekni og/eða lögreglumaðurinn skaðist.  Ég tel sem borgari að lögreglumaðurinn hafi gert allt rétt í umræddu tilviki og ég segi hiklaust að samúð mín er hans megin fremur en hjá konunni sem hagaði sér eins og versti dólgur.


mbl.is Konan hyggst kæra handtökuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vó !  Ótrúlegt sjónarmið af manni í þinni stöðu m.v. menntun og starf.

Konan var beitt ofbeldi í stað aðstoðar að komast á sjúkrastofnun.

Illa komið fyrir þjóðfélagi okkar ef menn eins og þú fengjuð um vélað.

Eða vantar fleiri lík í garðana?

Hilmar Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 15:44

2 identicon

Það var mikið að það kom fram maður með einhverra vitglóru á milli eyrnana, ég er svo sannarlega sammála þér Þórsteinn Ragnarsson, við handtöku þarf oft að beita snöggri og fumlausri aðferð sem að verndar þann sem handtaka á svo og lögreglumanninn í þessu tilfelli, að sjá á myndbandinu voru hinir tveir lögreglumennirnir í lögreglubílnum ekkert að flýta sér út til hjálpar félaga sínum, konan var snarvitlaus og hefði þess vegna getað skaðað sig og einnig lögreglumanninn sem varð að gera þetta einn þar til í lokin vegna seinagangs félaga hans í lögreglubílnum, og þannig á ekki að sjást þau eru þarna þrjú saman og eiga skilyrðislaust að styðja og hjálpa félaga sínum við þessa handtöku, sem einhver væs........ tók upp á myndsíma og var fljótur að setja þatta allt saman inn á netið, sennilega í þeirri von að fá greitt fyrir?? Og nr: 1 hjá honum að sverta og klekkja á lögreglumanninum, öll þessi læti út af ósköp venjulegri handtöku af konu sem var marg búinn að brjóta lögin, með því að leggjast í götuna fyrir framan lögreglubílinn, fara ekki eftir skipunum lögreglunnar og svo til að bæta gráu ofan á svart að gera sér lítið fyrir og hrækja einhverri ógeðslegri slummu beint í auga lögreglumannsins, sem að því er sagt er fékk sýkingu í augað eftir allt saman!! Nei ég held að þeir sem hafa hæðst ættu að skoða þetta myndband betur því að það sýnir að lögreglumaðurinn gerði ekki nokkuð skapaðan hlutur rangt!!

Og hættið nú þessum leiðindum og verið góð hvort við annað, ekkert stress-verið þið hress- bless bless!!

Pálmar Smári Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 16:07

3 identicon

Sæll siduhafi! Tetta er hårrett hjå ter. Tad er alltilagi ad vera fullur å godum degi en madur tarf ekki ad låta eins og svin (gylta). Tad å ad dæma kerlingarålftina i tveggja vikna samfelagsvinnu og su vinna å ad vera ad hreinsa hråka og tyggigummi af Bankastræti. Konan ætlar i mål ut af tessu, tad er bara einn løgfrædingur sem kemur til greina , vid vitum hvad hann heitir. kvedja fræ Norge

einar olafsson (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 20:18

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Konan sýndi engin viðbrögð við lögreglunni fyrr en bíllinn hafði ekið á hana og sýndi engan dólshátt.  Skiptir það engu máli? Lögreglan hefur vísað málinu til Ríkissaksóknara og Umboðsmaður alþingis hefur tekið það upp af eigin frumkvæði. Segir það ekki eitthvað? Konan mun vera víða með áverka. Er sammála Hilmari um það að það sem hér er skrifað sé ekki sæmandi manni í þessari stöðu og með þessa menntun.

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.7.2013 kl. 23:44

5 identicon

Sammála þér Þorsteinn. Svona er oft komið fram við lögregluna hér á Íslandi. þessi kona ætti alls ekki að kæra heldur frekar að líta sér nær og spyrja sjálfa sig, gerði ég eitthvað rangt og síðan að skammast sín. Í þeim löndum sem ég hef dvalið í hefði hún fengið sömu eða jafnvel harkalegri meðferð en hún fékk fyrir svona framkomu 

Ármann Birgisson (IP-tala skráð) 12.7.2013 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband